Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 13:33 Miðinn sem settur var upp í glugga á hurð Heimabakarís í gærmorgun, þar sem tilkynnt var að bakaríinu yrði lokað. Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar. Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar.
Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira