Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2024 12:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir aðra staði ættu að koma til greina undir varaflugvöll en Hvassahraun. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“ Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28