Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar 4. október 2024 14:01 Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Hagstofa Íslands frétt þar sem fram kemur að strandveiðiflotinn sló enn eitt metið í aflaverðmætum og skilaði rúmlega 5 milljörðum inn í hagkerfið. Þetta eru í sjálfu sér ánægjulegar fréttir en þær vöktu mig þó til umhugsunar: hver eru heildarverðmæti þorskaflans í íslenskri lögsögu, og hvað myndu þau vera ef allur þorskur hefði verið veiddur á handfæri? Ég settist niður við tölvuna og lagði dæmið upp í excel. Þetta er útkoman: Árið 2021 var þorskafli strandveiðiflotans 11.170 tonn með aflaverðmæti upp á 3,888 milljarða. Heildaraflinn var aftur á móti 271.723 með aflaverðmæti upp á 75,589 milljarða. Ef allur þorskafli það árið hefði sama aflaverðmæti og strandveiðifiskurinn (um 350 kr/kíló) hefði heildarverðmætið verið 94,6 milljarðar, eða 19 milljörðum meira en það var. Árið 2022 var þorskafli strandveiðiflotans 10.990 tonn með aflaverðmæti upp á 4,726. Heildaraflinn var 243.483 tonn með aflaverðmæti upp á 85,348 milljarða. Mismunurinn var aftur um 19 milljarðar. Árið 2023 var þorskafli strandveiðiflotans 9.967 tonn með aflaverðmæti upp á 4,245 milljarða. Heildaraflinn var 220.281 með aflaverðmæti upp á 80,658 milljarða. Mismunurinn var þá um 13 milljarðar. Á þessum þremur árum varð íslenska hagkerfinu samtals af 51 milljarði. Þetta samsvarar mismun upp á tæp 20%. Ég á enn eftir að hitta þann hagfræðing sem getur útskýrt fyrir mér hvernig það er þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru en hærra. Þar sem að togarar veiddu meirihluta þorsks á þessum árum er í raun bara hægt að draga eina ályktun af þessum tölum: smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar. Síðasta vígi SFS fallið Sægreifarnir eru löngu búnir að gefast upp á tveimur grundvallarmarkmiðum íslenskrar sjávarútvegsstefnu – fiskvernd og byggðafestu – sbr. 1. grein laga um stjórn fiskveiða: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þeir eru hættir að klóra í bakkann varðandi neikvæð áhrif sín á brothættar byggðir og umhverfið, enda álíka gáfulegt og að halda því fram að svart sé hvítt. En þeir hafa hangið á hagvæmninni eins og hundar á roði. Kvótakóngar vilja gjarnan, í gegnum málpípu sína SFS og aðkeypta hagfræðinga, halda því fram að kvótakerfið tryggi „myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi.“ Frá þeirra sjónarhorni hafa þeir gert heiðursmannasamkomulag við þjóðina: „Jújú, við leggjum vissulega heilu og hálfu sjávarbyggðirnar í rúst. Og já, við skröpum sjávarbotninn eins og jarðýtur í berjamó. En maður minn, við skilum svo góðri afkomu!“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, bendir réttilega á í nýlegri grein að „þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis.“ Íslenskur sjávarútvegur er einmitt svoleiðis tilvik, eins og tölur Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu. Nú er síðasta vígi stórútgerðarinnar fallið. Hvað ef smábátar mættu róa í friði? Í þessu samhengi þarf að hafa það í huga að ekkert annað útgerðarform er neytt til að starfa í annarri eins spennitreyju og strandveiðiflotinn. Við fáum að róa 12 daga í mánuði, tvo og hálfan mánuð á ári, en fáum hvorki að velja bestu mánuði ársins (erum takmörkuð við maí, júní og hálfan júlí) né bestu daga vikunnar (megum bara róa mánudag til fimmudags, og ekki á rauðum dögum). Þetta hefur þá afleiðingu í för með sér að við fáum lítið svigrúm til að sækja besta fiskinn þegar hann gefur sig. Það er sárt að sitja í landi á blíðviðrisföstudegi eftir fjögurra daga brælu. Eins hefur ófremdarástand skapast á norðausturlandi þar sem ótímabær stöðvun vertíðar fimm ár í röð hefur þýtt að þau missa iðulega af sínu besta tímabili. Ef við fengjum sama frelsi til að athafna okkur og kvótakóngarnir, þá væri munurinn á aflaverðmæti enn hærra. Framtíðin liggur í auknum smábátaveiðum Nú er ég ekki að færa rök fyrir því að trillur eigi að veiða allan fisk í íslenskri lögsögu. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. En það virðist sama hvað tautar og raular, sama hversu sterk rökin fyrir auknum smábátaveiðum séu og veik rök sægreifanna – aldrei geta íslensk stjórnvöld staðið í lappirnar gagnvart frekjunni í SFS eða losað um eitt gat á spennitreyju smábátaflotans. Þau virðast oft gleyma því að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar og þjóðin ræður því hvernig þær eru nýttar. Kvótakóngarnir (sem nota bene ráða yfir 94% af þorskafla og 99% af heildarafla) eru eina fyrirstaðan gegn því að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátaveiðum. En ef núverandi fyrirkomulag brýtur svona bersýnilega í bága við öll þrjú grundvallarmarkmið laga um stjórn fiskveiða – „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“ – þá vaknar spurningin: hvers vegna er því ekki breytt? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar