„Verðum að vera harðari“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2024 22:00 Jamil Abiad stýrði Valsmönnum í kvöld. Vísir/Diego Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira