Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2024 14:41 Á myndinni er Labrador retriever. Myndin er úr safni. Getty Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar. Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar.
Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira