Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 00:16 Donald Trump var umkringdur skotheldu gleri á fundinum enda ekki nema þrír mánuðir síðan reynt var að ráða hann af dögum á sama stað. Getty Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira