Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 10:38 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í málinu, koma í Pallborðið klukkan 14. Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels