„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 12:02 Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira