Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:16 Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og starfandi forstöðumaður Stuðla. Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi. Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi.
Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira