Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:58 Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af mönnunum sem í bæði skiptin höfðu kyrfilæst sig inni á kvennasalerni í miðborginni. Vísir/Vilhelm Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira