Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2024 22:31 Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, sagðist ætla í viku frí í viðtali eftir leik Vísir/Anton Brink Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. „Stjarnan þurfti ekki að gera mikið. Við vorum með rauða dregilinn fyrir þær og við buðum þær velkomnar með snittum og gúmmelaði,“ sagði Brynjar Karl í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvað honum hafi fundist vanta upp á hjá sínu liði í körfuboltalega séð vildi Brynjar ekki tala um það. „Við erum ekkert að tala um körfubolta heldur karakter. Þetta snýst allt um karakter. Það vantar ekkert upp á hjá okkur í leikfræði, taktík eða eitthvað svoleiðis. Þú verður að vilja koma á æfingar og bæta þig og leiðrétta mistök. Þegar þú gerir sömu mistökin aftur og aftur þá snýst þetta ekki um körfubolta heldur skapgerð fólks.“ Aþena byrjaði ágætlega og gerði fyrstu fjögur stigin en taflið snerist síðan við og Stjarnan svaraði með tólf stigum í röð. Aðspurður út í hvað breyttist þarna á milli sagðist Brynjar ekki vita það. „Ég veit það ekki. Rúllaðu bara teningnum og stundum færðu þrisvar sinnum fimm í röð. Takturinn í leiknum var svipaður og þetta var alltaf það sama. Þó Stjarnan hafi skorað tólf stig í röð þá var ekkert sérstakt í gangi þá.“ Stjarnan var leiðandi í seinni hálfleik og í fjórða leikhluta þá var augnablikið með Aþenu að koma til baka en þá kom stór þriggja stiga karfa frá gestunum og aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með að það hafi ekki slegið liðið út af laginu taldi hann það ekki skipta máli. „Ég veit ekkert á hvað þú ert að horfa á. Ég nenni ekki að fara í eitthvað svona þarna gerðist hitt og þetta. Það er bara fullt af hlutum sem fólk sem veit ekkert um körfubolta, það er bara ekki verið að stiga einhvern út. það var verið að hjálpa einhverjum og ég ætla ekki að láta draga mig í einhverja svoleiðis vitleysu.“ Undir blálokin fór Aþena að setja mikla pressu á Stjörnuna og náði að hleypa leiknum upp í vitleysu sem gerði það að verkum að gestirnir fóru að tapa boltanum klaufalega og það var von fyrir heimakonur. „Það hefði verið sorglegt ef við hefðum náð að keyra þetta í gegn og af hverju vorum við ekki löngu byrjaðar á þessu. Mér er drullusama um ákvaða tímapunkti þessir hlutir voru að gerast og ég er bara að bíða eftir því að sjá karakter.“ Skítapakk í Stjörnunni og félagið hafi reynst honum illa Í viðtali fyrir leik sagði Brynjar Karl að það væri skítapakk innan Stjörnunnar og félagið hafi reynst honum illa. Eftir leik var hann spurður hvort það hafi verið meira svekkelsi að hafa tapað þessum leik í ljósi þess og Brynjar svaraði játandi. „Já, ég er alltaf að minna sjálfan mig á þetta. Ef ég væri leikmaður væri ég að hugsa um fólk sem kemur illa fram við mig og fólk sem kemur illa fram við stelpurnar mínar.“ „Stjarnan á stóran þátt í því að Aþena hafi verið stofnað. Félagið var stofnað fjórum vikum eftir að Stjarnan lagði niður meistaraflokk sinn sem var annar besti meistaraflokkurinn á þeim tíma. Mér finnst sorglegt hvernig fólk gleymir því og þess vegna segi ég að það sé skítapakk þarna inn á milli.“ Brynjar sagðist ekki hafa talað um þessa hluti við liðið sitt fyrir leikinn gegn Stjörnunni til þess að reyna kveikja neista í stelpunum Aþena byrjaði tímabilið á því að vinna Tindastól en eftir það hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðspurður út í hvað liðið þurfi að bæta körfuboltalega séð sagðist Brynjar ætla í fimm daga frí. „Ég ætla að taka mér frí í viku og ég ætla segja leikmönnunum mínum að fara yfir glósurnar sem þær eru með. Við erum búnar að taka sömu glósurnar í tvær vikur og svo mega þær kalla á mig þegar þær eru tilbúnar,“ sagði Brynjar Karl að lokum. Aþena Bónus-deild kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
„Stjarnan þurfti ekki að gera mikið. Við vorum með rauða dregilinn fyrir þær og við buðum þær velkomnar með snittum og gúmmelaði,“ sagði Brynjar Karl í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvað honum hafi fundist vanta upp á hjá sínu liði í körfuboltalega séð vildi Brynjar ekki tala um það. „Við erum ekkert að tala um körfubolta heldur karakter. Þetta snýst allt um karakter. Það vantar ekkert upp á hjá okkur í leikfræði, taktík eða eitthvað svoleiðis. Þú verður að vilja koma á æfingar og bæta þig og leiðrétta mistök. Þegar þú gerir sömu mistökin aftur og aftur þá snýst þetta ekki um körfubolta heldur skapgerð fólks.“ Aþena byrjaði ágætlega og gerði fyrstu fjögur stigin en taflið snerist síðan við og Stjarnan svaraði með tólf stigum í röð. Aðspurður út í hvað breyttist þarna á milli sagðist Brynjar ekki vita það. „Ég veit það ekki. Rúllaðu bara teningnum og stundum færðu þrisvar sinnum fimm í röð. Takturinn í leiknum var svipaður og þetta var alltaf það sama. Þó Stjarnan hafi skorað tólf stig í röð þá var ekkert sérstakt í gangi þá.“ Stjarnan var leiðandi í seinni hálfleik og í fjórða leikhluta þá var augnablikið með Aþenu að koma til baka en þá kom stór þriggja stiga karfa frá gestunum og aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með að það hafi ekki slegið liðið út af laginu taldi hann það ekki skipta máli. „Ég veit ekkert á hvað þú ert að horfa á. Ég nenni ekki að fara í eitthvað svona þarna gerðist hitt og þetta. Það er bara fullt af hlutum sem fólk sem veit ekkert um körfubolta, það er bara ekki verið að stiga einhvern út. það var verið að hjálpa einhverjum og ég ætla ekki að láta draga mig í einhverja svoleiðis vitleysu.“ Undir blálokin fór Aþena að setja mikla pressu á Stjörnuna og náði að hleypa leiknum upp í vitleysu sem gerði það að verkum að gestirnir fóru að tapa boltanum klaufalega og það var von fyrir heimakonur. „Það hefði verið sorglegt ef við hefðum náð að keyra þetta í gegn og af hverju vorum við ekki löngu byrjaðar á þessu. Mér er drullusama um ákvaða tímapunkti þessir hlutir voru að gerast og ég er bara að bíða eftir því að sjá karakter.“ Skítapakk í Stjörnunni og félagið hafi reynst honum illa Í viðtali fyrir leik sagði Brynjar Karl að það væri skítapakk innan Stjörnunnar og félagið hafi reynst honum illa. Eftir leik var hann spurður hvort það hafi verið meira svekkelsi að hafa tapað þessum leik í ljósi þess og Brynjar svaraði játandi. „Já, ég er alltaf að minna sjálfan mig á þetta. Ef ég væri leikmaður væri ég að hugsa um fólk sem kemur illa fram við mig og fólk sem kemur illa fram við stelpurnar mínar.“ „Stjarnan á stóran þátt í því að Aþena hafi verið stofnað. Félagið var stofnað fjórum vikum eftir að Stjarnan lagði niður meistaraflokk sinn sem var annar besti meistaraflokkurinn á þeim tíma. Mér finnst sorglegt hvernig fólk gleymir því og þess vegna segi ég að það sé skítapakk þarna inn á milli.“ Brynjar sagðist ekki hafa talað um þessa hluti við liðið sitt fyrir leikinn gegn Stjörnunni til þess að reyna kveikja neista í stelpunum Aþena byrjaði tímabilið á því að vinna Tindastól en eftir það hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðspurður út í hvað liðið þurfi að bæta körfuboltalega séð sagðist Brynjar ætla í fimm daga frí. „Ég ætla að taka mér frí í viku og ég ætla segja leikmönnunum mínum að fara yfir glósurnar sem þær eru með. Við erum búnar að taka sömu glósurnar í tvær vikur og svo mega þær kalla á mig þegar þær eru tilbúnar,“ sagði Brynjar Karl að lokum.
Aþena Bónus-deild kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira