Fyrsti feðgaleikurinn: „Ein besta gjöf sem ég hef fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 09:34 LeBron James setur hér upp hlíf fyrir Bronny James, son sinn, í sigrinum gegn Minnesota Timberwolves, í fyrsta leik feðga í sögu NBA-deildarinnar. Getty/Jevone Moore LeBron James og Bronny sonur hans skráðu sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með því að verða fyrstu feðgarnir til að spila saman í deildinni. Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“ NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira