Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira