Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2024 08:58 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, í Washington DC í gærkvöldi. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12
Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06