Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:32 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann vonast til þess að fjárlög hans verði samþykkt 18-.19. nóvember næstkomandi með aðhaldi. það muni auka líkur á stýrivaxtalækkun. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur hjöðnun verbólgu, umfram það sem Seðlabankinn spáði í ágúst, auka líkur á því að bankinn lækki vexti við ákvörðun í nóvember. Hjöðnunin var drifin áfram af minni hækkun húsnæðis og segir ráðuneytið segir að spenna á húsnæðismarkaði virðist loks fara minnkandi. Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira