Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 13:32 Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA. Loftslagsmál EFTA Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA.
Loftslagsmál EFTA Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira