Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 11:14 Myndin sýnir þrjá þáverandi starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og Sigurður stendur fyrir aftan. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum. Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira