Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2024 09:15 Nýja brúin er neðan við Fella- og Hólahverfi í Breiðholti. Bráðabirgðahandrið eru á brúarkantinum. KMU Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu.
Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels