Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 22:20 Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild. Lyftingar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild.
Lyftingar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira