Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2024 11:09 Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Atvik málsins, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, voru á þann veg að vegfarandinn, hinn látni, var að fara yfir Höfðabakka, en á sama tíma var bíl ekið niður götuna og hann endaði á manninum. Sá ökumaður er ekki sá sem var sakfelldur, en hann fór af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið og hefur aldrei fundist. Sjá nánar: Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Eftir áreksturinn lá vegfarandinn í götunni. Stuttu síðar kom annar bíll, en ökumaður hans kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja sér frá, en náði ekki að forðast áreksturinn. Það var sá ökumaður sem var ákærður og sakfelldur vegna málsins. Líkt og áður segir lést vegfarandinn eftir áreksturinn. Fyrri áreksturinn meginörsökin Það var niðurstaða rannsóknarnefndar að fyrri áreksturinn hefði verið meginorsök slyssins. Fleiri ástæður voru nefndar, þar á meðal að ökumaður fyrri bílsins hafi farið af vettvangi og ekki tilkynnt áreksturinn. Þess má þó geta að ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í símanum við akstur Ökumaðurinn var ákærður fyrir að aka bíl sínum án nægilegrar varúðar og aðgæslu, og fyrir að nota farsíma við aksturinn. Bíll hans hafi hafnað á ökumanninum sem hafi kropið á veginum. Í fyrstu neitaði ökumaðurinn sök, en ákæruvaldið féll síðan frá hluta ákærunnar og þá játaði hann sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að eftir atvikið hafi ökumaðurinn átt erfitt með andlega líðan eftir atburðinn. Í dómnum segir að atvik málsins hafi verið fremur sérstæð og að taka verði tillit til þess. Þá hafi tafir orðið á meðferð málsins sem varð til þess að dómurinn yrði mildaður. Líkt og áður segir er ákvörðun um refsingu á hendur manninum frestað, og mun hún falla niður haldi hann skilorð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira