Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 06:30 Raygun sést hér keppa í breikdansi á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/ Ezra Shaw Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur ákveðið að setja breikdansskóna sína upp á hillu og hætta að keppa í íþróttinni. Raygun, eins og hún er kölluð á breikdansgólfinu, tilkynnti þetta í morgunþætti Jimmy og Nath í Ástralíu í gær. BBC segir frá. Raygun var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þrátt fyrir að hafa endað í síðasta sæti í sinni grein. Keppt var í breikdansi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum og með hreyfingum sínum þá skar Raygun sig algjörlega út úr hópnum. Úðarinn og Kengúruhoppið Hún bauð upp á danshreyfingar sem fengu nöfn eins og Úðarinn og Kengúruhoppið. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Raygun, sem er 37 ára ára fyrirlesari í háskóla, fór hins vegar illa út úr allri athyglinni sem hún fékk því henni fylgdi mikið og neikvætt áreiti. Sökuð um svindl Verst var þó þegar netverjar fóru að saka hana um að svindla sér inn á Ólympíuleikanna og hófu meðal annars undirskriftasöfnun gegn henni þar sem heimtað var að hún bæðist afsökunar. Gunn ætlaði að halda áfram að keppa eftir Ólympíuleikanna en breytti um skoðun þar sem allt þetta ástand tók það mikið á hana. Hún fékk mikið af ofbeldisfullum skilaboðum og það breytti litlu þótt að meðlimir áströlsku Ólympíunefndarinnar hafi ítrekað komið henni til varnar. „Ég hafði enga stjórn á því hvernig fólk sá mig eða taldi að ég væri,“ sagði Rachael Gunn í útvarpsþætti Jimmy og Nath á 2DayFM. Hún vildi ekki hætta en verður að gera það vegna utanaðkomandi ástæðna. Dansar núna bara inn í stofu „Ég ætlaði að keppa áfram, það var pottþétt, en það er allt of erfitt fyrir mig að gera það núna,“ sagði Gunn. „Það mun fylgja því allt of mikil naflaskoðun, fólk mun mynda það og setja það síðan á netið,“ sagði Gunn. „Það er svo gaman að dansa og það fær þig til að líða vel. Mér finnst líka að fólki eigi ekki að líða illa með það hvernig það dansar. Ég held áfram að dansa fyrir mig og mun breikdansa. Hér eftir verður það bara í stofunni heima með mínum maka,“ sagði Gunn. View this post on Instagram A post shared by 10 Sport (@10sportau) Dans Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41 Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33 Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32 Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31 Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Raygun, eins og hún er kölluð á breikdansgólfinu, tilkynnti þetta í morgunþætti Jimmy og Nath í Ástralíu í gær. BBC segir frá. Raygun var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þrátt fyrir að hafa endað í síðasta sæti í sinni grein. Keppt var í breikdansi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum og með hreyfingum sínum þá skar Raygun sig algjörlega út úr hópnum. Úðarinn og Kengúruhoppið Hún bauð upp á danshreyfingar sem fengu nöfn eins og Úðarinn og Kengúruhoppið. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Raygun, sem er 37 ára ára fyrirlesari í háskóla, fór hins vegar illa út úr allri athyglinni sem hún fékk því henni fylgdi mikið og neikvætt áreiti. Sökuð um svindl Verst var þó þegar netverjar fóru að saka hana um að svindla sér inn á Ólympíuleikanna og hófu meðal annars undirskriftasöfnun gegn henni þar sem heimtað var að hún bæðist afsökunar. Gunn ætlaði að halda áfram að keppa eftir Ólympíuleikanna en breytti um skoðun þar sem allt þetta ástand tók það mikið á hana. Hún fékk mikið af ofbeldisfullum skilaboðum og það breytti litlu þótt að meðlimir áströlsku Ólympíunefndarinnar hafi ítrekað komið henni til varnar. „Ég hafði enga stjórn á því hvernig fólk sá mig eða taldi að ég væri,“ sagði Rachael Gunn í útvarpsþætti Jimmy og Nath á 2DayFM. Hún vildi ekki hætta en verður að gera það vegna utanaðkomandi ástæðna. Dansar núna bara inn í stofu „Ég ætlaði að keppa áfram, það var pottþétt, en það er allt of erfitt fyrir mig að gera það núna,“ sagði Gunn. „Það mun fylgja því allt of mikil naflaskoðun, fólk mun mynda það og setja það síðan á netið,“ sagði Gunn. „Það er svo gaman að dansa og það fær þig til að líða vel. Mér finnst líka að fólki eigi ekki að líða illa með það hvernig það dansar. Ég held áfram að dansa fyrir mig og mun breikdansa. Hér eftir verður það bara í stofunni heima með mínum maka,“ sagði Gunn. View this post on Instagram A post shared by 10 Sport (@10sportau)
Dans Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41 Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33 Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32 Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31 Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. 31. október 2024 07:41
Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? 11. september 2024 07:33
Raygun þykir þetta mjög leiðinlegt Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum. 5. september 2024 06:32
Raygun á rúðuþurrkunni og brettakappinn í klósettinu Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles. 20. ágúst 2024 06:31
Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. 16. ágúst 2024 06:31
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita