Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 10:27 Nýja húsnæðið í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði. Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði.
Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12