„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:35 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. „Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik. Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
„Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik.
Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira