Hraun náð Njarðvíkuræð Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. nóvember 2024 09:04 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir unnið að því að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn. Vísir/Einar „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. „Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira