Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 13:29 Byggingarframkvæmdir eru teknar við af úrgangi sem næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundalosunar í Reykjavík á eftir samgöngum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030.
Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira