Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Efnin fundust í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira