Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 18:45 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira