Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 08:55 Sundlaugin í Vík í Mýrdal er sambyggð íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Þar verður aðeins einn laugarvörður að störfum í vetur og fram á vor. Mýrdalshreppur Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum. Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum.
Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels