Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 11:23 Jeff Bezos, eigandi Amazon, Washington Post og Blue Origin. AP/John Locher Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. Þá mun Bezos hitta Trump í næstu viku og funda með honum en hann á einnig fjölmiðilinn Washington Post, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega í gegnum árin. Bezos kom í október í veg fyrir það að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í forsetakosningunum vestanhafs og leiddi það til uppsagna hjá miðlinum og fjölda uppsagna á áskriftum. Sjá einnig: Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Bezos er meðal bandarískra auðjöfra sem Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á í gegnum árin en hann á einnig í nokkuð umfangsmiklum viðskiptum við yfirvöld í Bandaríkjunum í gegnum geimferðafyrirtæki sitt, Blue Origin. Þetta er í kjölfar þess að Meta, móðurfélag Facebook, sem er í eigu auðjöfursins Marks Zuckerberg, gaf einnig milljón í sjóðinn. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Amazon Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þá mun Bezos hitta Trump í næstu viku og funda með honum en hann á einnig fjölmiðilinn Washington Post, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega í gegnum árin. Bezos kom í október í veg fyrir það að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í forsetakosningunum vestanhafs og leiddi það til uppsagna hjá miðlinum og fjölda uppsagna á áskriftum. Sjá einnig: Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Bezos er meðal bandarískra auðjöfra sem Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á í gegnum árin en hann á einnig í nokkuð umfangsmiklum viðskiptum við yfirvöld í Bandaríkjunum í gegnum geimferðafyrirtæki sitt, Blue Origin. Þetta er í kjölfar þess að Meta, móðurfélag Facebook, sem er í eigu auðjöfursins Marks Zuckerberg, gaf einnig milljón í sjóðinn. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Amazon Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira