Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 14:06 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg mætti í nýju verslunina og bauð forsvarsmenn hennar velkomna með verslunina á Selfoss. Hann er hér til vinstri með þeim Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa og Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi harðnar og harðnar því Nettó var að opna þar þúsund fermetra verslun en fyrir er Nettó með aðra verslun í bæjarfélaginu, auk þess að vera með Krambúð. Bónus og Krónan eru líka á Selfossi. Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira