Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 16:24 Drekinn og King Kong þurfa að greiða stjórnvaldssekt upp á 400 þúsund krónur innan þriggja mánaða. Vilhelm/Facebook Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum. Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum.
Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira