Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:14 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Vísir/Samsett Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans segir hugmyndina um fyrirtækjaleiksóla varhugaverða. „Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér framkvæmdinni og hvernig þetta muni virka fyrir sveitarfélögin. Maður veltir því fyrir sér hvar stjórnsýslan verði og hver fari með eftirlitið sem er í lögum um leikskóla. Á endanum bera sveitarfélögin ábyrgð á leikskólanámi barna og eiga til dæmis að tryggja þjónustu við fötluð börn og samfellu leik- og grunnskóla,“ segir hún í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Svo sjá sveitarfélögin um inntöku í leikskólana og þar er yfirleitt farið eftir kennitölu. Það er beinlínis verið að innleiða mismunun ef þetta yrði að veruleika,“ segir hún svo. Vegið að atvinnufrelsi Þorbjörg hefur einnig áhyggjur af því að einkareknir leikskólar muni draga hæft starfsfólk frá opinberum leikskólum. Fyrirtækjaleikskólar muni auðvitað létta á opinbera leikskólakerfinu til skamms tíma en að þeir séu ekki leiðin til framtíðar. Verið sé að innleiða frekari stéttaskiptingu í menntakerfið. „Þau fyrirtæki sem eru að boða þetta eru fyrirtæki sem eru að mestu samansett af skrifstofufólki og sérfræðingum og þetta þýðir að það fólk fer fremst í röðina,“ segir Þorbjörg. „Menntakerfið í heild er eitt stærsta jöfnunartækið okkar. Það er það bæði af því að þar er félagsleg blöndun og það er líka að foreldrar þurfa að hafa jöfn tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarna er verið að færa ákveðinn hóp fram fyrir röðina. Mér finnst þetta vera skammsýni,“ segir hún. Þá segir hún einnig vegið að atvinnufrelsi fólks sé það undir atvinnuveitanda kominn fyrir leikskólapláss fyrir börnin sín. Starfsfólk sé líklega til að sætta sig við slæmar starfsaðstæður, einelti og annað missi það leikskólaplássið ef það hætti. Þá sé það einnig opinbera kerfið sem þurfi að grípa barnið. Holi opinbera kerfið að innan Þorbjörg segir að lögfesta þurfi leikskólastigið svo hægt sé að bregðast við vandanum. „Það er skortur á starfsfólki og hverju veldur þar: það eru starfsaðstæður, laun og álag. Það sem ég er fylgjandi er að leikskólastigið sé lögfest. Við heyrum ekki af því að deildum sé lokað eða bekkir séu sendir heim í grunnskólum því það er lögbundin þjónusta sveitarfélaga á meðan leikskólinn er það ekki og er í raun valkvæð þjónusta. Sveitarfélögin mættu leggja niður alla leikskóla og það væri allt í lagi nema að það hefði auðvitað katastrófuáhrif á allt samfélagið,“ segir hún. „Ég sé að það þurfi að lögfesta leikskólastigið frá lokum fæðingarorlofs, það þarf að bæta starfsaðstæður kennara og semja betur við kennara. Inn í þetta kemur auðvitað leiðrétting launa kvennastétta. Ég er hrædd um að þetta séu plástrar á sviðsár. Ég er hrædd um að þetta muni hola opinbera kerfið enn þá meira að innan þannig að það eigi sér ekki viðreisnar von,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans segir hugmyndina um fyrirtækjaleiksóla varhugaverða. „Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér framkvæmdinni og hvernig þetta muni virka fyrir sveitarfélögin. Maður veltir því fyrir sér hvar stjórnsýslan verði og hver fari með eftirlitið sem er í lögum um leikskóla. Á endanum bera sveitarfélögin ábyrgð á leikskólanámi barna og eiga til dæmis að tryggja þjónustu við fötluð börn og samfellu leik- og grunnskóla,“ segir hún í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Svo sjá sveitarfélögin um inntöku í leikskólana og þar er yfirleitt farið eftir kennitölu. Það er beinlínis verið að innleiða mismunun ef þetta yrði að veruleika,“ segir hún svo. Vegið að atvinnufrelsi Þorbjörg hefur einnig áhyggjur af því að einkareknir leikskólar muni draga hæft starfsfólk frá opinberum leikskólum. Fyrirtækjaleikskólar muni auðvitað létta á opinbera leikskólakerfinu til skamms tíma en að þeir séu ekki leiðin til framtíðar. Verið sé að innleiða frekari stéttaskiptingu í menntakerfið. „Þau fyrirtæki sem eru að boða þetta eru fyrirtæki sem eru að mestu samansett af skrifstofufólki og sérfræðingum og þetta þýðir að það fólk fer fremst í röðina,“ segir Þorbjörg. „Menntakerfið í heild er eitt stærsta jöfnunartækið okkar. Það er það bæði af því að þar er félagsleg blöndun og það er líka að foreldrar þurfa að hafa jöfn tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarna er verið að færa ákveðinn hóp fram fyrir röðina. Mér finnst þetta vera skammsýni,“ segir hún. Þá segir hún einnig vegið að atvinnufrelsi fólks sé það undir atvinnuveitanda kominn fyrir leikskólapláss fyrir börnin sín. Starfsfólk sé líklega til að sætta sig við slæmar starfsaðstæður, einelti og annað missi það leikskólaplássið ef það hætti. Þá sé það einnig opinbera kerfið sem þurfi að grípa barnið. Holi opinbera kerfið að innan Þorbjörg segir að lögfesta þurfi leikskólastigið svo hægt sé að bregðast við vandanum. „Það er skortur á starfsfólki og hverju veldur þar: það eru starfsaðstæður, laun og álag. Það sem ég er fylgjandi er að leikskólastigið sé lögfest. Við heyrum ekki af því að deildum sé lokað eða bekkir séu sendir heim í grunnskólum því það er lögbundin þjónusta sveitarfélaga á meðan leikskólinn er það ekki og er í raun valkvæð þjónusta. Sveitarfélögin mættu leggja niður alla leikskóla og það væri allt í lagi nema að það hefði auðvitað katastrófuáhrif á allt samfélagið,“ segir hún. „Ég sé að það þurfi að lögfesta leikskólastigið frá lokum fæðingarorlofs, það þarf að bæta starfsaðstæður kennara og semja betur við kennara. Inn í þetta kemur auðvitað leiðrétting launa kvennastétta. Ég er hrædd um að þetta séu plástrar á sviðsár. Ég er hrædd um að þetta muni hola opinbera kerfið enn þá meira að innan þannig að það eigi sér ekki viðreisnar von,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44
Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06