Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Rafn Ágúst Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. desember 2024 19:16 Faraldur RS-veiru hefur verið sérstaklega þungur þetta árið. Vísir Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46