Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 19:40 Frá vettvangi. AP/Dörthe Hein Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira