Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2025 16:52 Ísþoka stígur upp af Elliðaám ofan Vatnsveitubrúar. Sólin rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn. KMU Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík. Veður Reykjavík Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík.
Veður Reykjavík Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira