Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 19:25 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stýrivextir hér á landi gætu verið komnir niður í 6,5 prósent fyrir lok ársins 2025. Þá er búið að skattleggja veip og nikótínpúða, auk þess sem virðisaukaskattur hefur aftur verið settur á hjól af ýmsum gerðum og verð á eldsneyti hækkar um sirka fimm prósent vegna gjaldahækkana. Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu. Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu.
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira