Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 20:31 Í lýðræðisþjóðfélagi er hornsteinn réttlætis m.a. málshraði. Þegar stofnanir sem hafa það hlutverk að gæta sanngirni og jafnræðis ná ekki að tryggja það er kjarni réttlætisins í hættu. Sem vinnuréttarlögmaður hef ég af eigin raun séð slæm áhrif slíkra mistaka og í dag get ég ekki annað en bent á annmarka kærunefndar jafnréttismála og ábyrgðarleysi þeirra sem hún heyrir undir. Málið sem um ræðir Dr. Aldís G. Sigurðardóttur umbjóðandi minn kærði mál til kærunefndar jafnréttismála í nóvember 2023 vegna skipunar karls í embætti ríkissáttasemjara. Lauk gagnaöflun í málinu í byrjun apríl 2024. Samkvæmt lögum ber nefndinni að skila úrlausn innan tveggja mánaða frá því að gagnaöflun lýkur. Samt, þegar við stígum inn í árið 2025, virðist engin ákvörðun vera væntanleg. Fyrirheit um að úrskurður muni liggja fyrir hafa verið gefin — og brotin — ítrekað. Í byrjun maí 2024 var okkur fyrst tilkynnt um tafir á málinu og svo komu svör um að stefnt væri að niðurstaða lægi fyrir í ágúst, síðan september, október, nóvember og loks desember. Nú erum við komin vel yfir frestinn og þögnin frá nefndinni er ærandi. Lagaskyldan Kærunefnd jafnréttismála er ekki hafin yfir lög. Lögbundinn tímarammi þegar úrskurður skal liggja fyrir eru tveir mánuðir. Þessi töf vekur alvarlegar áhyggjur af virkni kerfisins sem ætlað er að standa vörð um jafnrétti. Það grefur undan trausti almennings og neyðir einstaklinga, sem leggja á sig að reyna fá niðurstöðu í sínum málum hjá þar til bærum aðilum, að þola langvarandi óvissu og erfiðleika. Ábyrgð ráðherra Skortur á úrlausn er ekki aðeins stjórnunarlegur misbrestur; það endurspeglar lélegt eftirlit þeirra ráðherra sem hafa haft með þessi mál að gera, sem eru á stuttum tíma þrír og nú er kominn sá fjórði. Ráðherrar og þeir sem bera ábyrgð á að nefndin starfi eðlilega verða að svara fyrir þessar tafir. Ef kærunefnd jafnréttismála getur ekki staðið við lagalegar skyldur sínar, hvaða ráðstafanir hafa þá verið gerðar til að bregðast við þessu? Hvaða ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir slíkar tafir í framtíðinni? Almenningur á skilið gagnsæi og það er á ábyrgð ráðherra jafnréttismála að veita það. Mannlegur kostnaður vegna tafa Á bak við hvert mál er einstaklingur sem hugsanlega hefur orðið fyrir broti á réttindum sínum. Mál skjólstæðings míns snýst ekki bara um lagalegar reglur; hún snýst um þá reisn, virðingu og jafnrétti sem hver einstaklingur á rétt á. Seinkun á réttlæti veldur tilfinningalegri vanlíðan og rýrnun á trausti á stofnunum sem eiga að tryggja réttlæti og vernda borgarana. Ákall til aðgerða Tími afsakana er liðinn. Fyrir hönd míns skjólstæðings krefst ég þess að kærunefnd jafnréttismála úrskurði þegar í stað í málinu. Auk þess hvet ég ráðherra og eftirlitsstofnanir eins og umboðsmann Alþingis til að fara ítarlega yfir ferli nefndarinnar og tryggja að hún fylgi þeim tímamörkum sem lögin mæla fyrir um. Réttlæti sem er frestað er réttlæti sem er hafnað. Það er kominn tími til að valdhafar bregðist við af festu, virði skuldbindingar sínar og endurheimti trú á kerfin sem eru hönnuð til að halda uppi jafnrétti. Allt minna er svik við þær meginreglur sem við sem þjóðfélag segjumst standa fyrir. Réttlætið má ekki vera í gíslingu vegna óhagkvæmni í stjórnsýslu eða skorts á ábyrgð. Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Í lýðræðisþjóðfélagi er hornsteinn réttlætis m.a. málshraði. Þegar stofnanir sem hafa það hlutverk að gæta sanngirni og jafnræðis ná ekki að tryggja það er kjarni réttlætisins í hættu. Sem vinnuréttarlögmaður hef ég af eigin raun séð slæm áhrif slíkra mistaka og í dag get ég ekki annað en bent á annmarka kærunefndar jafnréttismála og ábyrgðarleysi þeirra sem hún heyrir undir. Málið sem um ræðir Dr. Aldís G. Sigurðardóttur umbjóðandi minn kærði mál til kærunefndar jafnréttismála í nóvember 2023 vegna skipunar karls í embætti ríkissáttasemjara. Lauk gagnaöflun í málinu í byrjun apríl 2024. Samkvæmt lögum ber nefndinni að skila úrlausn innan tveggja mánaða frá því að gagnaöflun lýkur. Samt, þegar við stígum inn í árið 2025, virðist engin ákvörðun vera væntanleg. Fyrirheit um að úrskurður muni liggja fyrir hafa verið gefin — og brotin — ítrekað. Í byrjun maí 2024 var okkur fyrst tilkynnt um tafir á málinu og svo komu svör um að stefnt væri að niðurstaða lægi fyrir í ágúst, síðan september, október, nóvember og loks desember. Nú erum við komin vel yfir frestinn og þögnin frá nefndinni er ærandi. Lagaskyldan Kærunefnd jafnréttismála er ekki hafin yfir lög. Lögbundinn tímarammi þegar úrskurður skal liggja fyrir eru tveir mánuðir. Þessi töf vekur alvarlegar áhyggjur af virkni kerfisins sem ætlað er að standa vörð um jafnrétti. Það grefur undan trausti almennings og neyðir einstaklinga, sem leggja á sig að reyna fá niðurstöðu í sínum málum hjá þar til bærum aðilum, að þola langvarandi óvissu og erfiðleika. Ábyrgð ráðherra Skortur á úrlausn er ekki aðeins stjórnunarlegur misbrestur; það endurspeglar lélegt eftirlit þeirra ráðherra sem hafa haft með þessi mál að gera, sem eru á stuttum tíma þrír og nú er kominn sá fjórði. Ráðherrar og þeir sem bera ábyrgð á að nefndin starfi eðlilega verða að svara fyrir þessar tafir. Ef kærunefnd jafnréttismála getur ekki staðið við lagalegar skyldur sínar, hvaða ráðstafanir hafa þá verið gerðar til að bregðast við þessu? Hvaða ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir slíkar tafir í framtíðinni? Almenningur á skilið gagnsæi og það er á ábyrgð ráðherra jafnréttismála að veita það. Mannlegur kostnaður vegna tafa Á bak við hvert mál er einstaklingur sem hugsanlega hefur orðið fyrir broti á réttindum sínum. Mál skjólstæðings míns snýst ekki bara um lagalegar reglur; hún snýst um þá reisn, virðingu og jafnrétti sem hver einstaklingur á rétt á. Seinkun á réttlæti veldur tilfinningalegri vanlíðan og rýrnun á trausti á stofnunum sem eiga að tryggja réttlæti og vernda borgarana. Ákall til aðgerða Tími afsakana er liðinn. Fyrir hönd míns skjólstæðings krefst ég þess að kærunefnd jafnréttismála úrskurði þegar í stað í málinu. Auk þess hvet ég ráðherra og eftirlitsstofnanir eins og umboðsmann Alþingis til að fara ítarlega yfir ferli nefndarinnar og tryggja að hún fylgi þeim tímamörkum sem lögin mæla fyrir um. Réttlæti sem er frestað er réttlæti sem er hafnað. Það er kominn tími til að valdhafar bregðist við af festu, virði skuldbindingar sínar og endurheimti trú á kerfin sem eru hönnuð til að halda uppi jafnrétti. Allt minna er svik við þær meginreglur sem við sem þjóðfélag segjumst standa fyrir. Réttlætið má ekki vera í gíslingu vegna óhagkvæmni í stjórnsýslu eða skorts á ábyrgð. Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun