Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 14:37 Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að stór skref verði tekin í átt að sjálfstæði Grænlands á nýju ári og að nauðsynlegt sé að Grænlendingar fái sína eigin stjórnarskrá. Árið 2025 er kosningaár á Grænlandi en í ár verður kosið um sæti á Inatsisartut, þjóðþinginu, og í sveitarstjórnum. Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira