Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:16 Washington Post er í eigu Jeff Bezos. Skopmynd sem sýndi hann bugta sig og beygja fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, átti ekki upp á pallborðið hjá ritstjórninni. Andrew Harnik/Getty Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira