Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 6. janúar 2025 11:56 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur. Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira