„Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. janúar 2025 22:42 Elentínus Guðjón Margeirsson er Keflvíkingur í húð og hár. Mynd/Keflavík Elentínus Guðjón Margeirsson stýrði kvennaliði Keflavíkur í körfubolta til sigurs í frumraun sinni í brúnni hjá liðinu en hann tók við keflinu í stafni liðsins eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum suður með sjó um miðjan desember síðastliðinn. „Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Sjá meira
„Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Sjá meira