Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 9. janúar 2025 20:47 Atli Björn Levy, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Vísir/Einar Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. Atli Björn Levy, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, segir að í kvöld hafi fyrsti kafli íbúakynninga verið haldinn af sex alls. Kynntar voru breytingar á aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla. „Allan undirbúning á þessu verkefni er hægt að rekja tíu, tólf ár aftur í tímann þar sem að skipulagslegar ákvarðanir voru teknar. Nú erum við á þessum stað það sem við erum búin að útfæra þetta leiðarval og vitum sirka hvernig hún liggur. Nú erum við að fara aðeins ofan í þessi atriði sem hafa áhrif á okkar líf, lífríki og þess háttar,“ segir hann. Hann segir umræðurnar á fundinum líflegar enda var þétt setið í sal ráðhússins. Mest beri á spurningum um hve mikið Borgarlína verði notuð, áhrif á lífríki borgarinnar og fleiru. Það sé alltaf áskorun að halda íbúum upplýstum í framkvæmdum af þessari stærðargráðu. „Af því að við sjáum ekki framkvæmdina alveg strax, en það glittir í það. Fossvogsbrú og framkvæmdir þar eru að hefjast eftir nokkrar vikur,“ segir Atli Björn. Hann segir jarðvinnu þegar hafna á Ártúnshöfða í tengslum við uppbyggingu á reitum þar en að fyrsti stóri áfanginn sé landfyllingarvinna vegna Fossvogsbrúarinnar væntanlegu sem hefjist innan skamms. „Það er að koma að þessu.“ Förum bráðum að sjá eitthvað gerast? „Heldur betur og það er ofboðslega ánægjulegt að vera kominn svona langt með þetta verkefni,“ segir Atli Björn Levy. Borgarlína Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Atli Björn Levy, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, segir að í kvöld hafi fyrsti kafli íbúakynninga verið haldinn af sex alls. Kynntar voru breytingar á aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla. „Allan undirbúning á þessu verkefni er hægt að rekja tíu, tólf ár aftur í tímann þar sem að skipulagslegar ákvarðanir voru teknar. Nú erum við á þessum stað það sem við erum búin að útfæra þetta leiðarval og vitum sirka hvernig hún liggur. Nú erum við að fara aðeins ofan í þessi atriði sem hafa áhrif á okkar líf, lífríki og þess háttar,“ segir hann. Hann segir umræðurnar á fundinum líflegar enda var þétt setið í sal ráðhússins. Mest beri á spurningum um hve mikið Borgarlína verði notuð, áhrif á lífríki borgarinnar og fleiru. Það sé alltaf áskorun að halda íbúum upplýstum í framkvæmdum af þessari stærðargráðu. „Af því að við sjáum ekki framkvæmdina alveg strax, en það glittir í það. Fossvogsbrú og framkvæmdir þar eru að hefjast eftir nokkrar vikur,“ segir Atli Björn. Hann segir jarðvinnu þegar hafna á Ártúnshöfða í tengslum við uppbyggingu á reitum þar en að fyrsti stóri áfanginn sé landfyllingarvinna vegna Fossvogsbrúarinnar væntanlegu sem hefjist innan skamms. „Það er að koma að þessu.“ Förum bráðum að sjá eitthvað gerast? „Heldur betur og það er ofboðslega ánægjulegt að vera kominn svona langt með þetta verkefni,“ segir Atli Björn Levy.
Borgarlína Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira