Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson og Martin Swift skrifa 14. janúar 2025 07:00 Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári. Við krefjumst þess að flug á borð við útsýnisflug með þyrlum, einkaþotur og kennsluflug verði fundinn sem fyrst annar staður. Á bak við okkur er fjöldi fólks úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðinsins sem telur lífsgæði sín líða fyrir flugumferð og umvif á vellinum. Við teljum að tími sé kominn á að stjórnmálafólk hjá ríki, borg og sveitarfélögum í kringum völlinn láti af því að líta undan á meðan augljós vandi blasir við. Það fer ekki saman að höfuðborgarsvæði þar sem flest fólk á landinu lifir sínu lífi og stærstur hluti þjónustu við landsmenn er staðsett, og illa skilgreindur flugvöllur á undanþágum ætli bæði að stækka, dafna og þróast án tilliti til hins. Hvað er undir í þessum nýjustu vandræðum? Annars vegar öryggi flugfarþega og hins vegar öryggi og lífsgæði á fjölmennasta svæði landsins. Bæði skipta máli, og þess vegna undirrituðu Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin á sínum tíma samkomulag um að finna flugumferðinni annan stað. En með því að tímasetja og skilyrða ekki aðgerðir var almenningur og flugsamfélagið afvegaleitt þannig að stjórnmálafólk gat staðið fyrir framan báða aðila og talið þeim trú um að þeir væru að vinna að þeirra hag, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Með þessi óljósu loforð byggja fólk og fyrirtæki sér híbýli, skóla, spítala, baðlón og atvinnuhúsnæði á meðan þyrlum, einkaþotum og ýmis konar flugi er beint í auknum mæli inn á sama svæði. Terry Pratchett yrði hrifinn af þessari sögu, en að lifa lífi sínu innan hennar veldur bæði íbúum og flugsamfélaginu óþarfa hugarangri. Svör borgarstjóra í viðtölum vegna nýjustu vendinganna voru í takt við annað í málefnum flugvallarins. Hann er eðlilega ekki tilbúinn í að standa fyrir framan Reykvíkinga eftir að vera búinn að höggva svöðusár í eitt þeirra ástsælasta útivistasvæði. Hann er samt tilbúinn að höggva tré, en hversu mörg er ekki á hreinu. Því að í þessu sem öðru tengdu vellinum ríkir upplýsingaóreiða og óljóst hvar vald og ábyrgð liggur. Meðlimir Hljóðmarkar óska eftir því við nýja ríkisstjórn og sveitarfélögin í kringum flugvöllinn að láta af þessum vandræðagangi. Nú er mál að hefja tímasettar aðgerðir við að tryggja að lífsgæði íbúa á höfðuborgarsvæðinu séu í takti við nútímalegar kröfur um að draga úr hávaða og loftmengun, sem og að tryggja flugöryggi með því að færa allt óþarfa flug úr Vatnsmýrinni hið fyrsta. Sömuleiðis að tryggja flugsamfélaginu og farþegum þeirra, sem meðlimir okkar tilheyra einnig, nútímalega aðstöðu utan fjölmennstu byggðar landsins. Hljóðmörk gerir ekki athugasemd við nauðsynlegt sjúkraflug um völlinn, né áætlunarflug á helstu byggðarkjarna landsbyggðarinnar. En það er í besta falli vandræðalegt fyrir nútímasamfélag að halda áfram úti bílastæði fyrir auðmenn í stærsta bakgarði almennings á Íslandi. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, samtökum um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvelli.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar