Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 00:04 Komandi vika er síðasta vika Joe Biden í embætti. Samningamenn stefna að því að ljúka vopnahlésviðræðum áður en Trump tekur við embætti. AP Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira