Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:31 Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun