Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:48 Ross Ulbricht hefur verið náðaður. Ákæruvaldið gegn honum fullyrti á sínum tíma að eiturlyf hefðu verið seld fyrir upphæð sem samsvarar þrjátíu milljörðum íslenskra króna á meðan vefurinn Silkileiðin var í loftinu. Free Ross Ulbricht Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47