Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Bjarki Sigurðsson skrifar 28. janúar 2025 22:03 Sverrir Heiðar Davíðsson er sérfræðingur í gervigreind. Vísir/Sigurjón Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru. Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek. Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek.
Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira