„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 15:36 Hundurinn sem beit konuna var af Rottweiler-tegund. Vísir/Tryggvi og Getty Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni. Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira