Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 07:02 Nico Harrison - framkvæmdastjóri Dallas, Dereck Liverly, Jason Kidd - þjálfari og Luka Dončić - nýasti leikmaður Los Angeles Lakers. Ethan Miller/Getty Images Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira