Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 07:02 Nico Harrison - framkvæmdastjóri Dallas, Dereck Liverly, Jason Kidd - þjálfari og Luka Dončić - nýasti leikmaður Los Angeles Lakers. Ethan Miller/Getty Images Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira