Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu tímabili. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu keppnistímabili í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit því hún hefur ákveðið að taka ekki þátt í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Ástæðan er staða öryggismála og skortur á viðbrögðum hjá CrossFit samtökunum þegar keppandi drukknaði á síðustu heimsleikum. Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira
Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira